Innlent

Sprenging í ruslagámi í Grindavík

Vísir/Stefán
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar hvað olli sprengingu í stórum ruslagámi fyrir utan skólann og Fjölsmiðjuna í Grindavík um ellefu leytið í gærkvöldi.

Íbúar í grenndinni kölluðu á slökkviliðið þegar þeir heyrðu hvellinn og sáu eldinn gjósa upp, en engin sprenging varð eftir að slökkviliðið kom á vettvang og slökkti eldinn.

Talið er víst að kveikt hafi verið í gámnum, en það hefur gerst tvisvar áður að undanförnu. Vitni sáu bíl aka af vettvangi á miklum hraða um það bil sem sprengingin varð, en ekki er vitað hvaða bíll var þar á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×