Þykir málatilbúnaður ótrúlega umfangsmikill Kjartan Atli Kjartansson og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. mars 2014 10:56 Máli Sigurjóns og Elínar hefur verið frestað fram í september. Vísir/Daníel „Mér finnst skjalaframlagning og málatilbúnaður ákæruvaldsins í þessu litla máli alveg ótrúlega umfangsmikil,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Árnasonar um málatilbúnað á hendur Sigurjóni, en fyrirtaka máls hans var nú í morgun. Við fyrirtökuna var ákveðið að fresta málinu fram í septbember. „Því var frestað til þess að skrifa greinargerðir,“ útskýrir Sigurjón. Auk Sigurjóns var einnig höfðað mál gegn Elínu Sigfúsdóttur. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Annars vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamninga Kaupþingsbanka sem dagsett er 4. júlí 2006 og staðfest af ákærðu þremur dögum síðar. Önnur sjálfskuldarábyrgðin var við félagið Empennage Inc., skráð á Panama að fjárhæð 2,5 milljörðum króna. Hin var við félagið Zimham Corp., skráð á Panama að fjárhæð 4,3 milljörðum króna. Ábyrgðirnar voru tryggðar með veði í Landsbankanum sjálfum. * Hins vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning Kaupþings dagsettan 29. júní 2007 við félagið Empenneage Inc., að fjárhæð 6,8 milljörðum króna og ábyrgðin var veitt án utanaðkomandi trygginga. Þau Elín og Sigurjón bundu Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd bankans og án þess að fyllt væru út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Á þessum tíma var Sigurjón bankastjóri Landsbankans og Elín var framkvæmdarstjóri fyrirtækjasviðs bankans. Bæði voru þau meðlimir í lánanefnd bankans. Í ákærunni segir að reglurnar sem þau eru sökuð um að hafa brotið hafi verið sett í þeim tilgangi að takmarka fjártjónshættu bankans vegna útlána og í reglunum felist viðmið um hvað teljst ásættanleg áhæta við útlán. Brotið af hálfu þeirra Sigurjóns og og Elínar sé til marks um að fjártjónshættu af ábyrgðarveitingum hafi verið mun meiri en almennt þyki ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækja. Þeim hafi hlotið að vera ljóst að meðhöndla skyldi ábyrgðist eins og um útlána ákvörðun væri að ræða. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Mér finnst skjalaframlagning og málatilbúnaður ákæruvaldsins í þessu litla máli alveg ótrúlega umfangsmikil,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Árnasonar um málatilbúnað á hendur Sigurjóni, en fyrirtaka máls hans var nú í morgun. Við fyrirtökuna var ákveðið að fresta málinu fram í septbember. „Því var frestað til þess að skrifa greinargerðir,“ útskýrir Sigurjón. Auk Sigurjóns var einnig höfðað mál gegn Elínu Sigfúsdóttur. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Annars vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamninga Kaupþingsbanka sem dagsett er 4. júlí 2006 og staðfest af ákærðu þremur dögum síðar. Önnur sjálfskuldarábyrgðin var við félagið Empennage Inc., skráð á Panama að fjárhæð 2,5 milljörðum króna. Hin var við félagið Zimham Corp., skráð á Panama að fjárhæð 4,3 milljörðum króna. Ábyrgðirnar voru tryggðar með veði í Landsbankanum sjálfum. * Hins vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning Kaupþings dagsettan 29. júní 2007 við félagið Empenneage Inc., að fjárhæð 6,8 milljörðum króna og ábyrgðin var veitt án utanaðkomandi trygginga. Þau Elín og Sigurjón bundu Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd bankans og án þess að fyllt væru út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Á þessum tíma var Sigurjón bankastjóri Landsbankans og Elín var framkvæmdarstjóri fyrirtækjasviðs bankans. Bæði voru þau meðlimir í lánanefnd bankans. Í ákærunni segir að reglurnar sem þau eru sökuð um að hafa brotið hafi verið sett í þeim tilgangi að takmarka fjártjónshættu bankans vegna útlána og í reglunum felist viðmið um hvað teljst ásættanleg áhæta við útlán. Brotið af hálfu þeirra Sigurjóns og og Elínar sé til marks um að fjártjónshættu af ábyrgðarveitingum hafi verið mun meiri en almennt þyki ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækja. Þeim hafi hlotið að vera ljóst að meðhöndla skyldi ábyrgðist eins og um útlána ákvörðun væri að ræða.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira