Tilbúinn að skoða málamiðlanir vegna ESB Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2014 20:35 VÍSIR/PJETUR Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist opin fyrir málamiðlun sem kunni að verða til í utanríkismálanefnd um afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ekkert samkomulag verða á meðan hótun um slit viðræðna standi óbreytt. Flest bendir til að fyrri umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra ljúki á Alþingi fyrir helgi. En þar með er ekki öll sagan sögð því eftir á að ræða tillögur Vinstri grænna og Pírata um sama efni og ekkert samkomulag um að senda þær umræðulaust til utanríkismálanefndar. En til að ná málamiðlun þyrfti helst að ræða tillögurnar allar samtímis í nefndinni. Þá þarf Alþingi t.d. að fá lög um frestn gildistöku náttúruverndarlaga samþykkt fyrir mánaðamót, annars taka þau gildi og von er á stórum frumvörpum varðandi skuldaleiðréttingu heimilanna, sem stjórnarflokkarnir vilja væntanlega frið til að ræða á þinginu. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að utanríkismálanefnd taki sér þann tíma sem þarf til að ræða tillögurnar.Ert þú opinn fyrir því að taka samkomulagsniðurstöðu sem yrði til inni í utanríkismálanefnd og fæli í sér að aðildarumsóknin yrði ekki kölluð til baka?„Ég mun hlusta á allt sem kemur út úr þessari nefnd. Ríkisstjórnin hefur talað alveg skýrt með að hún ætlar ekki ganga í Evrópusambandið og vill draga þessa umsókn til baka,“ segir Gunnar Bragi. Ríkisstjórnin sé í fullum rétti að leggja slíka tillögu fram. „Ef nefndin kemst að annarri niðurstöðu eða kemur fram með annað útspil þá hlustum við á það. Ég ætla ekki að gefa mér neitt fyrirfram í því, segja hvað ég er tilbúinn að samþykkja og hvað ekki. Ég hlusta bara á það sem kemur út úr nefndinni,“ segir utanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan vill helst fá samkomulag um afgreiðslu mála áður en þau fara til nefndar. „Það skiptir okkur miklu máli að hótunin um að slíta þessu ferli án aðkomu þjóðarinnar verði tekin burt af borðinu. Og ef menn meina eitthvað með því að vilja ræða mál í nefnd þá hljóta þeir að vera tilbúnir að taka þá hótun og þá afarkosti af borðinu,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Utanríkisráðherra vill ekki gefa neitt slíkt loforð, en hefur þó sagt tillögu Vinstri grænna sem gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins þess virði að skoða hana. „Þannig að ég segi, skoðum með opnum huga hvað kemur út úr utanríkismálanefnd og þá skulum við taka einhverja umræðu um framhaldið, ef þarf að semja um það er ég opinn fyrir því. Sjáum bara hvað kemur þarna út,“ segir utanríkisráðherra. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist opin fyrir málamiðlun sem kunni að verða til í utanríkismálanefnd um afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ekkert samkomulag verða á meðan hótun um slit viðræðna standi óbreytt. Flest bendir til að fyrri umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra ljúki á Alþingi fyrir helgi. En þar með er ekki öll sagan sögð því eftir á að ræða tillögur Vinstri grænna og Pírata um sama efni og ekkert samkomulag um að senda þær umræðulaust til utanríkismálanefndar. En til að ná málamiðlun þyrfti helst að ræða tillögurnar allar samtímis í nefndinni. Þá þarf Alþingi t.d. að fá lög um frestn gildistöku náttúruverndarlaga samþykkt fyrir mánaðamót, annars taka þau gildi og von er á stórum frumvörpum varðandi skuldaleiðréttingu heimilanna, sem stjórnarflokkarnir vilja væntanlega frið til að ræða á þinginu. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að utanríkismálanefnd taki sér þann tíma sem þarf til að ræða tillögurnar.Ert þú opinn fyrir því að taka samkomulagsniðurstöðu sem yrði til inni í utanríkismálanefnd og fæli í sér að aðildarumsóknin yrði ekki kölluð til baka?„Ég mun hlusta á allt sem kemur út úr þessari nefnd. Ríkisstjórnin hefur talað alveg skýrt með að hún ætlar ekki ganga í Evrópusambandið og vill draga þessa umsókn til baka,“ segir Gunnar Bragi. Ríkisstjórnin sé í fullum rétti að leggja slíka tillögu fram. „Ef nefndin kemst að annarri niðurstöðu eða kemur fram með annað útspil þá hlustum við á það. Ég ætla ekki að gefa mér neitt fyrirfram í því, segja hvað ég er tilbúinn að samþykkja og hvað ekki. Ég hlusta bara á það sem kemur út úr nefndinni,“ segir utanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan vill helst fá samkomulag um afgreiðslu mála áður en þau fara til nefndar. „Það skiptir okkur miklu máli að hótunin um að slíta þessu ferli án aðkomu þjóðarinnar verði tekin burt af borðinu. Og ef menn meina eitthvað með því að vilja ræða mál í nefnd þá hljóta þeir að vera tilbúnir að taka þá hótun og þá afarkosti af borðinu,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Utanríkisráðherra vill ekki gefa neitt slíkt loforð, en hefur þó sagt tillögu Vinstri grænna sem gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins þess virði að skoða hana. „Þannig að ég segi, skoðum með opnum huga hvað kemur út úr utanríkismálanefnd og þá skulum við taka einhverja umræðu um framhaldið, ef þarf að semja um það er ég opinn fyrir því. Sjáum bara hvað kemur þarna út,“ segir utanríkisráðherra.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira