Innlent

Handtekinn grunaður um tvær líkamsárásir

Vísir/Vilhelm
Karlmaður var handtekinn í Reykjavík í nótt , grunaður um tvær líkamsárásir með skömmu millibili. Laust fyrir klukkan tvö réðst hann á konu og barði hana með flösku í andlitið. Hún var flutt á slysadeild Landsspítalans þar sem gert var að sárum hennar.

Skömmu síðar réðst hann á karlmann og ógnaði honum með hnífi, en vann honum ekki mein. Á vettvangi þeirrar árásr var maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn að sögn lögreglu, handtekinn og vistaður í fangageymslum.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvaða ástæður lágu að baki árásanna eða hvort árásarmaðurinn var undir áhrifum fíkniefna, en hann verður yfirheyrður í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×