Innlent

Rammvilltur erlendur ferðamaður

Gissur Sigurðsson skrifar
Erlendi ferðamaðurinn hafði ætlað sér að mynda Dettifoss en fór í öfuga átt.
Erlendi ferðamaðurinn hafði ætlað sér að mynda Dettifoss en fór í öfuga átt. Vilhelm
Björgunarsveitir í Þingeyjarsýslum voru kallaðar út upp úr miðnætti til að leita að erlendum ferðamanni sem hafði farið frá Akureyri á bílaleigubíl og ætlaði að mynda Dettifoss.

Þegar hann hafði ekki skilað sér í náttstað undir miðnætti var kallað til leitar. Skömmu síðar gerði hann vart við sig á Akureyri heill á húfi. Kom þá í ljós að hann hafði ekið í þveröfuga átt og fest bíl sinn í Öxnadalsheiðinni vestanverðri, en síðan komist á puttanum  í mörgum áfögnum í gegn um Skagafjörð, Fjallabyggð og loks til Akureyrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×