Innlent

Maður og hundur í sjálfheldu undir bryggju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn fór á eftir hundinum, náði að bjarga honum úr sjónum en komst svo hvorki lönd né strönd.
Maðurinn fór á eftir hundinum, náði að bjarga honum úr sjónum en komst svo hvorki lönd né strönd. VÍSIR/VILHELM
Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka var kölluð út nú um hádegisbil til aðstoðar manni sem var í sjálfheldu undir bryggju á staðnum.

Hafði hann verið á göngu með hund sinn sem stökk undir bryggjuna og lenti í sjónum. Maðurinn fór á eftir hundinum, náði að bjarga honum úr sjónum en komst svo hvorki lönd né strönd.

Björgunarsveitin var snögg á staðinn enda kölluð út á fyrsta forgangi þar sem talin var hætta á ferðum og hafði náð manninum og hundinum nokkrum mínútum eftir að kallið barst.

Ekkert amaði að manninum en hundurinn var mjög kaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×