Hver er nýi veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks? Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2014 23:45 Vísir/Getty Um nýliðna helgi sigraði Bandaríkjamaðurinn Johny Hendricks veltivigtartitil UFC. Hans bíður nú það erfiða verkefni að verja titilinn í erfiðasta og fjölmennasta þyngdarflokki UFC. Veltivigtin er smekkfull af verðugum keppendum og er sannkallað hákarlabúr hæfileikaríkra bardagamanna. Ef litið er á topp 15 listann yfir bestu veltivigtarmenn veraldar eru þar margir afar sterkir bardagamenn eins og Tyron Woodley, Hector Lombard, Rory Macdonald og auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Johny Hendricks trónir á toppnum í veltivigtinni eftir að hafa sigrað Robbie Lawler í frábærum bardaga um nýliðna helgi. Bardaginn var hnífjafn þar sem Hendricks sigraði fyrstu tvær loturnar en Lawler kom sterkur til baka og sigraði næstu tvær. Það var því öllum ljóst að úrslitin myndu ráðast í fimmtu og síðustu lotunni en þar hafði Hendricks betur og sigraði eftir dómaraákvörðun.Vísir/Getty Johny Hendricks er einn af bestu glímumönnum UFC í dag. Hann átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut "All-American" nafnbótina fjórum sinnum (á topp 8 í sínum þyngdarflokki) og varð tvöfaldur Bandaríkjameistari í efstu deild í glímunni. Hann var með fremur einfaldan stíl í glímunni en það sem aðgreindi hann frá öðrum keppendum var hugurinn. Johny Hendricks virtist geta haldið endalaust áfram og varð aldrei þreyttur. Hann pressaði andstæðinga sína gríðarlega þangað til þeir brotnuðu og þá tók hann yfir glímuna. Auk þess var hann sagður ótrúlega sterkur og gat auðveldlega lyft andstæðingum sínum upp fyrir haus.Vísir/Getty Hendricks var sagður "slæmi strákurinn" í glímunni. Hann ögraði andstæðingum sínum fyrir og eftir glímu og sýndi þeim litla virðingu. Hann naut þess þegar áhorfendur bauluðu á hann og hvatti það hann áfram. Fólk elskaði að hata hann. Hendricks keppir í veltivigtinni (-77 kg flokkur) en hann sker verulega mikið niður til að komast í þá þyngd. Í vigtuninni síðasta föstudag náði hann ekki 77 kg takmarkinu en fékk auka tvo klukkutíma til að ná því. Það gekk eftir og var Hendricks 77 kg um fimm leitið á föstudeginum. Á laugardagsmorgni birti Hendricks mynd af sér á Twitter þar sem hann var orðinn 88 kg! Það eru gríðarleg vísindi á bakvið svona niðurskurð en þetta mun þó seint teljast heilbrigt.Vísir/Getty Hendricks hefur hingað til ekki verið jafn umdeildur í MMA eins og hann var í glímunni. Ferill hans í MMA hefur aðallega einkennst af svakalegum rothöggum með sinni hættulegu vinstri hönd og yfirburðar glímugetu. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Hendricks að verja veltivigtarbeltið en óvíst er hvenær fyrsta titilvörnin fer fram.Georges St. Pierre ríkti yfir veltivigtinni í sex ár áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni og mun sennilega enginn ríkja jafn lengi yfir veltivigtinni eins og hann gerði. Hendricks ætlar sér sennilega að reyna að leika það eftir en það verður erfitt verk í hæfileikaríkri veltivigtinni. Nánar má lesa um Johny Hendricks og sjá myndbrot af rothöggum hans á vef MMA frétta hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Um nýliðna helgi sigraði Bandaríkjamaðurinn Johny Hendricks veltivigtartitil UFC. Hans bíður nú það erfiða verkefni að verja titilinn í erfiðasta og fjölmennasta þyngdarflokki UFC. Veltivigtin er smekkfull af verðugum keppendum og er sannkallað hákarlabúr hæfileikaríkra bardagamanna. Ef litið er á topp 15 listann yfir bestu veltivigtarmenn veraldar eru þar margir afar sterkir bardagamenn eins og Tyron Woodley, Hector Lombard, Rory Macdonald og auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Johny Hendricks trónir á toppnum í veltivigtinni eftir að hafa sigrað Robbie Lawler í frábærum bardaga um nýliðna helgi. Bardaginn var hnífjafn þar sem Hendricks sigraði fyrstu tvær loturnar en Lawler kom sterkur til baka og sigraði næstu tvær. Það var því öllum ljóst að úrslitin myndu ráðast í fimmtu og síðustu lotunni en þar hafði Hendricks betur og sigraði eftir dómaraákvörðun.Vísir/Getty Johny Hendricks er einn af bestu glímumönnum UFC í dag. Hann átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut "All-American" nafnbótina fjórum sinnum (á topp 8 í sínum þyngdarflokki) og varð tvöfaldur Bandaríkjameistari í efstu deild í glímunni. Hann var með fremur einfaldan stíl í glímunni en það sem aðgreindi hann frá öðrum keppendum var hugurinn. Johny Hendricks virtist geta haldið endalaust áfram og varð aldrei þreyttur. Hann pressaði andstæðinga sína gríðarlega þangað til þeir brotnuðu og þá tók hann yfir glímuna. Auk þess var hann sagður ótrúlega sterkur og gat auðveldlega lyft andstæðingum sínum upp fyrir haus.Vísir/Getty Hendricks var sagður "slæmi strákurinn" í glímunni. Hann ögraði andstæðingum sínum fyrir og eftir glímu og sýndi þeim litla virðingu. Hann naut þess þegar áhorfendur bauluðu á hann og hvatti það hann áfram. Fólk elskaði að hata hann. Hendricks keppir í veltivigtinni (-77 kg flokkur) en hann sker verulega mikið niður til að komast í þá þyngd. Í vigtuninni síðasta föstudag náði hann ekki 77 kg takmarkinu en fékk auka tvo klukkutíma til að ná því. Það gekk eftir og var Hendricks 77 kg um fimm leitið á föstudeginum. Á laugardagsmorgni birti Hendricks mynd af sér á Twitter þar sem hann var orðinn 88 kg! Það eru gríðarleg vísindi á bakvið svona niðurskurð en þetta mun þó seint teljast heilbrigt.Vísir/Getty Hendricks hefur hingað til ekki verið jafn umdeildur í MMA eins og hann var í glímunni. Ferill hans í MMA hefur aðallega einkennst af svakalegum rothöggum með sinni hættulegu vinstri hönd og yfirburðar glímugetu. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Hendricks að verja veltivigtarbeltið en óvíst er hvenær fyrsta titilvörnin fer fram.Georges St. Pierre ríkti yfir veltivigtinni í sex ár áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni og mun sennilega enginn ríkja jafn lengi yfir veltivigtinni eins og hann gerði. Hendricks ætlar sér sennilega að reyna að leika það eftir en það verður erfitt verk í hæfileikaríkri veltivigtinni. Nánar má lesa um Johny Hendricks og sjá myndbrot af rothöggum hans á vef MMA frétta hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30
Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti