Bjarni segir Davíð ekki á leið í Landsvirkjun Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2014 11:13 Stefnt er á að halda aðalfund Landsvirkjunar um mánaðamótin. Aðalfundur Landsvirkjunar verður haldinn innan fárra daga. Ný stjórn verður kosin á fundinum og tilnefningum til stjórnarsetu stjórnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fyrir liggur að Bryndís Hlöðversdóttir núverandi stjórnarformaður mun hætta í stjórn, en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, muni verða tilnefndur af Bjarna sem stjórnarformaður. Slíkur orðrómur hefur vissulega borist inn á ritstjórn Vísis og einn heimildarmanna blaðsins taldi öruggt að þetta væri frágengið mál. Vísir náði tali af Bjarna nú fyrir stundu og hann segir þetta rangt – en línur liggja nú þegar fyrir.Nú er það þannig að ég tel mig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að þú ætlir að skipa Davíð Oddsson sem stjórnarformann Landsvirkjunar? Geturðu staðfest það? „Nei, ég get nú ekki staðfest það.“Hvenær muntu tilkynna skipan stjórnar? „Sko, ég geri ráð fyrir því að aðalfundurinn verði bara núna rétt um mánaðamótin.“Þú ert væntanlega búinn að leggja línurnar? „Jájá. Ég hef fengið tilnefningar frá öðrum flokkum, það styttist í aðalfundinn og við munum senda frá okkur allar tilnefningar í stjórnina innan fárra daga. Þetta er þannig að ríkið fer með hlutabréf í dæminu og það hefur að venju verið leitað eftir tilnefningum frá öðrum þingflokkum og það eru fáir dagar þar til aðalfundurinn verður þannig að þetta er í raun bara dagaspursmál hvenær við gerum grein fyrir þeim tilnefningum sem eru komnar.“Sú heimild sem ég er að vísa til taldi sig vita þetta fyrir víst, var mest undrandi á því að þetta lægi ekki þegar fyrir? „Já, en þetta er bara ekki rétt.“En, þú neitar þessu ekki ... „Nei, sko... þú baðst mig um að staðfesta og ég gat ekki gert það. Þú segist hafa öruggar heimildir og ég segi að þær séu rangar,“ segir Bjarni Benediktsson. Vísir hefur heyrt nöfn Þórunnar Sveinbjarnardóttur og Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna nefnd sem þau sem stjórnarandstaðan tilnefnir. Þórunn vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Vísi. „Það kemur bara í ljós. Þetta er algjörlega í höndum á ráðherra, Bjarna Benediktssyni. Hann skipar í stjórnina,“ segir Þórunn. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Aðalfundur Landsvirkjunar verður haldinn innan fárra daga. Ný stjórn verður kosin á fundinum og tilnefningum til stjórnarsetu stjórnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fyrir liggur að Bryndís Hlöðversdóttir núverandi stjórnarformaður mun hætta í stjórn, en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, muni verða tilnefndur af Bjarna sem stjórnarformaður. Slíkur orðrómur hefur vissulega borist inn á ritstjórn Vísis og einn heimildarmanna blaðsins taldi öruggt að þetta væri frágengið mál. Vísir náði tali af Bjarna nú fyrir stundu og hann segir þetta rangt – en línur liggja nú þegar fyrir.Nú er það þannig að ég tel mig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að þú ætlir að skipa Davíð Oddsson sem stjórnarformann Landsvirkjunar? Geturðu staðfest það? „Nei, ég get nú ekki staðfest það.“Hvenær muntu tilkynna skipan stjórnar? „Sko, ég geri ráð fyrir því að aðalfundurinn verði bara núna rétt um mánaðamótin.“Þú ert væntanlega búinn að leggja línurnar? „Jájá. Ég hef fengið tilnefningar frá öðrum flokkum, það styttist í aðalfundinn og við munum senda frá okkur allar tilnefningar í stjórnina innan fárra daga. Þetta er þannig að ríkið fer með hlutabréf í dæminu og það hefur að venju verið leitað eftir tilnefningum frá öðrum þingflokkum og það eru fáir dagar þar til aðalfundurinn verður þannig að þetta er í raun bara dagaspursmál hvenær við gerum grein fyrir þeim tilnefningum sem eru komnar.“Sú heimild sem ég er að vísa til taldi sig vita þetta fyrir víst, var mest undrandi á því að þetta lægi ekki þegar fyrir? „Já, en þetta er bara ekki rétt.“En, þú neitar þessu ekki ... „Nei, sko... þú baðst mig um að staðfesta og ég gat ekki gert það. Þú segist hafa öruggar heimildir og ég segi að þær séu rangar,“ segir Bjarni Benediktsson. Vísir hefur heyrt nöfn Þórunnar Sveinbjarnardóttur og Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna nefnd sem þau sem stjórnarandstaðan tilnefnir. Þórunn vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Vísi. „Það kemur bara í ljós. Þetta er algjörlega í höndum á ráðherra, Bjarna Benediktssyni. Hann skipar í stjórnina,“ segir Þórunn.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira