Innlent

Veiddu lítið af loðnu og vilja bætur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Samtök norskra útgerðarmanna krefja íslensk stjórnvöld um bætur eftir dræma loðnuvertíð. Norðmenn veiddu aðeins lítinn hluta kvótans sem þeim var úthlutað af íslenskum stjórnvöldum. Sjávarútvegsráðherra segir kröfu Norðmanna undarlega en þó í takt við þá hörku sem þeir hafi sýnt í samningaviðræðum að undanförnu.

Norskir útgerðarmenn eru æfir vegna dræmrar loðnuvertíðar í íslenskri lögsögu og hafa farið þess á leit við norsk stjórnvöld að þau krefji Íslendinga um bætur. Norðmenn fengu úthlutað loðnukvóta upp á 41 þúsund tonn í íslenskri lögsögu en tókst aðeins að veiða sex þúsund tonn þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi leyft Norðmönnum að veiða lengur en samningar kveða á um.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt stöðu Norðmanna mikinn skilning þegar lítið sem ekkert fannst af loðnu framan af ári.

„Við sýndum Norðmönnum talsverðan sveigjanleika og veittum þeim veiðirétt, átta daga umfram það sem samið er um,“ segir Sigurður Ingi. Hann telur að Norðmenn gangi fram af mikilli hörku.

Norskir útgerðarmenn telja að íslensk stjórnvöld séu að stórum hluta ábyrg fyrir því hvernig fór og vilja bætur. Norðmenn vilja auknar botnfiskheimildir í íslenskri lögsögu og aukinn úthafskarfakvóta innan og utan lögsögu við Íslands. Ráðherra segir einfaldlega farið að samningum.

Nánar er fjallað um málið í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×