Innlent

Eldur í Rosenborg á Akureyri

Eldur kviknaði í húsinu Rosenborg á Akureyri laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi, en þetta er fyrrverandi skólahús og hýsir nú ýmsa tómstundastarfssemi.

Húsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði, en eldvarnarkerfi gerði viðvart um eldinn. Nokkur reykur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang en eldurinn var staðbundinn við leirbrennsluofn.

Greiðlega gekkk að slökkva hann og hlaust óverulegt tjón af. Slökkviliðið reykræsti húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×