Innlent

Málflutningi í máli Hannesar frestað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Heiða
Fyrirtöku í máli sérstaks saksóknara á hendur Hannes Smárasyni, sem ákærður er fyrir fjárdrátt og umboðssvik, var frestað fram á fimmtudag í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hannes er fjárfestir og fyrrverandi forstjóri FL Group.

Hann er ákærður fyrir umboðssvik og að hafa dregið að sér hátt í þrjá milljarða króna af reikningi FL Group árið 2005.

Á vef Rúv segir að frestunin sé vegna þess að dómurinn hafi áætlað og stuttan tíma til munnlegs málflutnings um frávísunarkröfu sem lögð hefur  verið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×