Innlent

Safnar í dós til styrktar Mottumars

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd/Kristján Björn
„Ég stefni eins hátt og ég get í keppninni því ég vil gera það sem ég get til þess að hjálpa öðrum,“ segir Kristján Björn Tryggvason, einn keppenda í Mottumars.

Kristján hefur verið virkur í keppninni frá árinu 2011 og hefur unnið til bronsverðlauna og silfur. Hann er nú í efsta sæti og vonast hann til þess að halda því.

Þegar tækifæri gefast gengur Kristján á milli fólks og fyrirtækja með járntunnu, sem hann kallar dós, og safnar í. Hann segir það hjálpa mikið til við söfnunina.

„Í gær fór ég í Kolaportið með dósina, var þar í tæpa tvo tíma og safnaði rúmum tuttugu þúsund krónum. Maður verður að vinna í þessu sjálfur.“

Árið 2006 greindist Kristján með heilaæxli og töldu læknar hans hann ekki eiga meira en 5 ár eftir ólifuð. Honum tókst hinsvegar að vinna bug á meininu og leggur því sitt af mörkum við söfnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×