Innlent

Otaði hníf að fólki fyrir utan skemmtistað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir að hann hafði verið að ota hníf að fólki fyrir utan skemmtistað. Hann var einnig með töluvert magn af amfetamíni í fórum sínum.

Þegar lögregla kom á vettvang hlýddi hann fyrirmælum þeirra og lagði hnífinn frá sér. Svo þegar lögreglumenn leiddu hann að lögreglubifreiðinni tjáði hann lögreglumönnunum að hann væri með fimm grömm af amfetamíni í buxnavasa sínum. Hann afhenti lögreglumönnunum fíkniefnin í bifreiðinni.

Lögreglan stöðvaði akstur tæplega tvítugs manns um helgina, sem viðurkenndi strax að vera undir áhrifum fíkniefna. Sýnitökur staðfestu neyslu hans á kannabis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×