Innlent

Segja lögregluna hafa lagt til uppsetningu skiltisins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Verslun Bauhaus.
Verslun Bauhaus. Vísir/GVA
„Starfsfólki okkar er uppálagt að gera - með reglubundnum hætti - leit í töskum og pokum viðskiptavina okkar, til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu.“ Þessi skilaboð hafa blasað við viðskiptavinum Bauhaus á leið þeirra inn í verslunina undanfarnar vikur.

„Ég vissi ekki einu sinni af þessu skilti. Ég held þetta sé ekki löglegt og tók skiltið þess vegna niður,“ segir Einar Jón Másson, aðstoðarverslunarstjóri Bauhaus.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrrum framkvæmdastjóra Bauhaus, Elmari Guðmundssyni, sem nýlega lét af störfum, var um tilmæli frá lögreglu að ræða. Þar sem mikið sé um þjófnað gætu fyrirtæki áskilið sér þann rétt að hengja slík skilti upp, séu þau á áberandi stað. Hann segir jafnframt að ekki hafi verið gripið til aðgerða sem þessa.

Í Stjórnarskrá lýðveldisins kemur fram að ekki megi gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×