Innlent

Loforðin texti við tónlist

Jakob Bjarnar skrifar
Það hlaut að vera tímaspursmál að einhver tónlistarmaðurinn gerði sér mat úr kosningaloforðum ráðherranna.
Það hlaut að vera tímaspursmál að einhver tónlistarmaðurinn gerði sér mat úr kosningaloforðum ráðherranna.
Á YouTube er að finna tónlistarmyndbandið Að sjálfsögðu. Það er nýkomið þangað inn en búast má við því að þeir sem mótmæla nú sem mest þeir mega fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að slíta umsvifalaust viðræðum við ESB muni taka myndbandinu fagnandi og að það fari á flug á netinu.

Búið er að klippa saman loforðasúpu ráðherranna um að kosið verði um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Að sjálfsögðu. Undir hefur verið sett rafræn og kraftmikil tónlist.

Ekki kemur fram hver stendur fyrir tiltækinu. Íslenskur heimilisiðnaður er skráður fyrir myndbandinu og er þetta fyrsta efnið sem skráð er undir því nafni á YouTube. En sjón, já og heyrn, er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×