Innlent

Slökkviliðsstjórar vara við notkun skýjalukta

Allar forsendur eru fyrir sinubruna víða um land.
Allar forsendur eru fyrir sinubruna víða um land.
Mikil eldhætta er nú um sunnan- og vestanvert landið vegna óvenju mikilla þurrka og snjóleysis.

Slökkviliðsstjórar vara sérstaklega við skoteldum og svonefndum skýjaluktum, sem vinsælt er orðið að senda á loft frá sumarbústaðahverfum.

Skýjaluktirnar eru einskonar loftbelgir úr pappír, sem kynt er undir með að kveikja í sprittmola, sem er í dollu hangandi og svífur hann svo upp og hverfur út í buskann, með logandi sprittmolann og getur valdið sinubruna hvar sem er.



Í Asíu eru þessir belgir sendir á loft til að senda framliðnum góðar óskir. 

Þá segist Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarnesi hafa fengið nokkrar tilkynningar um notkun skotelda í orlofshúsabyggðum að undanförnu, en slíkt gæti einnig valdið miklu tjóni ef sinueldar eða gróðureldar fara úr böndunum.

Nú sé hinsvegar úrkomuspá í spilunum og mesta hætta muni þá læða hjá.

Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu deilir áhyggjum Bjarna. Kristján situr þessa stundina fund í Mannvirkjastofnun þar sem verið að að fjalla um viðbrögð við gróðureldum og Veðurstofan er að koma upp einskonar viðvörunarkerfi um raka í jörðu, sem á að verða góður mælikvarði á eldhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×