Innlent

Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögregluna af

Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögregluna á Selfossi af í gærkvöldi, þegar hún ætlaði að stöðva hann fyrir of hraðann akstur, þar sem hann kom akandi Suðurlandsveginn inn í bæinn.

Eftir stutta en snarpa eftirför eftir Austurveginum náðu lögreglumenn að aka í veg fyrir hann og neyða hann til að nema staðar.

Hann hafði mælst á 92 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×