Innlent

Listi Pírata klár í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór Auðar Svansson leiðir listann í Reykjavík.
Halldór Auðar Svansson leiðir listann í Reykjavík.
Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í gærkvöldi var samþykktur framboðslisti félagsins úr prófkjöri með tveimur breytingum sem frambjóðendur fóru fram á.

Ásta Helgadóttir lækkar sig um sæti og Óskar Hallgrímsson víkur af lista.

Halldór Auðar Svansson leiðir listann í Reykjavík og Þórgnýr Thoroddsen mun fara fram í öðru sæti. Þórlaug Ágústsdóttir er síðan þriðja á lista hjá Pírötum.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni:

1. Halldór Auðar Svansson

2. Þórgnýr Thoroddsen

3. Þórlaug Ágústsdóttir

4. Ásta Helgadóttir

5. Arnaldur Sigurðsson

6. Kristín Elfa Guðnadóttir

7. Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

8. Svafar Helgason

9. Arndís Einarsdóttir

10. Kjartan Jónsson

11. Perla Sif Hansen

12. Haukur Ísbjörn Jóhannsson

13, Þórður Eyþórsson

14. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson

15. Björn Birgir Þorláksson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×