Innlent

Leitin að Kristni engan árangur borið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leitin að hinum 28 ára gamla Kristni Erni Viðarssyni stendur enn yfir. Tugir lögreglu- og björgunarsveitamanna hafa tekið þátt í leitinni frá því í nótt og notið aðstoðar þyrlu en án árangurs.

Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hvetur fólk í kringum Vallahverfið í Hafnarfirði og víðar til að hafa augun hjá sér, líta í útihús eða hvert þangað sem líklegt er að fólk myndi leita skjóls ef það lenti í vanda. Síðast sást til Kristins í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Ágúst segir mikilvægt að almenningur taki þátt í leitinni enda hafi það oft skilað góðum árangri.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×