Innlent

Tvær konur leiða lista Bjartrar framtíðar á Akureyri

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frambjóðendurnir þrír.
Frambjóðendurnir þrír.
Lögmaðurinn Margrét Kristín Helgadóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar á Akureyri sem bjóða mun fram í sveitastjórnarkosningunum í vor. Áshildur Hlín Valtýsdóttir grunnskólakennari skipar annað sætið og Preben Pétursson framkvæmdastjóri það þriðja. Félagsfundur samþykkti tillögu uppstillingarnefndar um skipan þriggja efstu sætanna á lista flokksins.

Björt framtíð  á Akureyri var stofnuð í byrjun árs og í tilkynningu segir að framboðið sé lýðræðisafl sem breyta vilji stjórnmálum á Íslandi „þannig að þau einkennist af meiri yfirvegun og meiri trú á lýðræðislegum og upplýstum ákvarðanatökum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×