Innlent

Þarf að vera þess eðlis að hægt sé að framfylgja niðurstöðunni

Jóhannes Stefánsson og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sigmundur Davíð ásamt aðstoðarmanni sínum eftir Kastljósviðtalið í kvöld.
Sigmundur Davíð ásamt aðstoðarmanni sínum eftir Kastljósviðtalið í kvöld.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að vegna þess að ríkisstjórnin vilji ekki í Evrópusambandið sé það óraunhæft að hafa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í viðtali við Fréttablaðið sem birtist á morgun, en þar er að vænta stórra tíðinda í ESB-málinu.

„Hún þarf að vera þess eðlis að það sé hægt að framfylgja niðurstöðunni,“ segir Sigmundur og bætir því við að Framsóknarmenn séu „hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslum almennt og um sem flest mál“.

„Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt er um það hvaða skoðun ríkisstjórnin eigi að hafa myndi ekki skila miklu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×