Innlent

Smástirni mun þeytast framhjá jörðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Smástirnið, 2014 DX110, mun þeytast framhjá jörðinni í kvöld, í minni fjarlægð en tunglið. Það er um 30 metrar í þvermál og á ákveðnum tímapunkti verður smástirnið einungis 350.000 kílómetra frá jörðu.

Að jafnaði er vegalengdin frá jörðu til tunglsins um 385.000 kílómetrar. Frá þessu er sagt á vef NASA. Þar segir einnig að álika atvik gerist um 20 sinnum á ári.

NASA fylgist með smástirnum sem nálgast jörðina með sjónaukum sem bæði eru staðsettir á jörðinni og í geimnum. Verkefnið sem í daglegu tali kallast „Geimvörður“  er notað til að greina smástirni á ferð um sólkerfið og athuga hvort jörðinni stafi einhver ógn af þeim.

Frekari upplýsingar er hægt að sjá hér.

Hægt er að sjá smástirnið frá Íslandi og mun það ferðast upp norðurhimininn. Þegar það verður næst jörðu verður það í stjörnumerkinu Gíraffanum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að smástirnið muni alls ekki sjást vel á himni, því það sé svo dauft. Það sæist aðeins með stærstu áhugamannasjónaukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×