Sport

Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí

Það var létt yfir okkar fólki.
Það var létt yfir okkar fólki. mynd/aðsend
Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands.

Í morgun var íslenski hópurinn síðan boðinn velkominn. Við það tækifæri var íslenski fáninn dreginn að húni í fjallaþorpi leikanna.

Keppendurnir Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson lentu í Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum - Kurt og Starlene - og héldu rakleiðis inn í móttökuathöfnina eftir að hafa komið sér vel fyrir í þorpinu.

Íslenski hópurinn sem dvelur í fjallaþorpinu er nú allur kominn til Rússlands og hefjast nú frekari æfingar og undirbúningur fyrir keppnina en keppnisdagar Ernu og Jóhanns eru 13.-16. mars næstkomandi. Sjálf opnunarhátíðin fer svo fram á föstudag.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.