Innlent

Fyrrverandi starfsmanni Seltjarnarness dæmdar tvær og hálf milljón króna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Bryndísi Sigrúnu Richter, fyrrverandi deildarstjóra launadeildar Seltjarnarneskaupstaðar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur morgun dæmdar tvær og hálf milljón króna í bætur vegna niðurlagningar á starfi hennar. Einnig var Seltjarnarnes dæmt til að greiða hálfa milljón í málskostnað.

Þann 30. september var henni tilkynnt að starf hennar hefði verið lagt niður og þess krafist að hún hætti samdægurs. Í bréfinu sem henni barst stóð að tekin hefði verið ákvörðun um að endurskipuleggja og gera breytingar á starfsemi fjárhags- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins. Þá stóð að hún fengi greidd laun næstu tólf mánuði samkvæmt kjarasamningi.

Bryndís taldi að uppsögnin hafi verið dulbúin sem niðurlagning starfs og eina ætlunin hafi verið að koma henni úr starfi. Því á sama tíma og starf hennar var lagt niður var stofnað til nýs starfs á sviði starfsmannamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×