Innlent

Herra Afríka tvö ár í röð mættur til Akureyrar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Parið ástfangna norðan heiða.
Parið ástfangna norðan heiða. Mynd/Vikudagur/Þröstur Ernir Viðarsson
Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir frá Akureyri og David Nyombo frá Tansaníu í Afríku eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir að koma hvort frá sinni heimsálfunni. Ítarlegt viðtal við parið má lesa í Vikudegi.

Parið, sem kynntist fyrir tveimur árum, á von á sínu fyrsta barni. Þau urðu fljótt ástfangin og hafa búið saman á Akureyri í tæpt ár. Fjóla varð ólétt skömmu eftir komuna til Íslands og segja þau í viðtalinu við Vikudag það spennandi tilhugsun að takast á við foreldrahlutverkið.

David er stjarna í heimalandi sínu enda var hann valinn Herra Afríka tvö ár í röð, 2008 og 2009. Hann viðurkennir að hafa lítið þekkt til Íslands fyrir komuna til landsins.

„Ég hef ferðast víða undanfarin ár vegna keppnismóta, m.a. til Evrópu. En satt að segja hafði ég lítið heyrt talað um Ísland og þegar við vorum búin að ákveða að flytja voru margir vinir mínir steinhissa. Þeir spurðu hvort ég væri brjálaður,“ segir David og hlær.

„Mamma hringir oft í mig og vill fá að vita hvort það séu ekki örugglega í lagi með mig, að ég sé ekki að deyja úr kulda og segir mér sífellt að klæða mig vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×