Innlent

Jóhanna vísar orðum Sigmundar á bug

Kjartan Atli Kjartansson og Þorgils Jónsson skrifar
Jóhanna vísar ummælum Sigmundar Davíðs, um styrkveitingar í hennar stjórnartíð, á bug.
Jóhanna vísar ummælum Sigmundar Davíðs, um styrkveitingar í hennar stjórnartíð, á bug.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, deilir á eftirmann sinn í embætti á Facebook-síðu sinni í dag. Hún hafnar ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að umdeildar styrkveitingar hans byggi á fordæmi úr hennar stjórnartíð. Úthlutunarferli í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi farið í gegnum þrefalt vottunarferli.

Í fyrsta lagi var fjallað styrkveitingarnar í viðkomandi ráðuneyti, þar á eftir í ráðherranefnd um atvinnumál og loks voru þær afgreiddar endanlega í ríkisstjórn.

Hún segir meðal annars: „Um styrkveitingar fyrri ríkisstjórnar voru settar ítarlegar reglur um framkvæmd og eftirlit með framgangi verkefna. Styrkveitingarnar gengu til atvinnuupbyggingar og fjölgun vistvænna starfa og fengu fyrst faglega umfjöllun í viðkomandi ráðuneytum. Þarnæst fóru þær fyrir ráðherranefnd um atvinnumál, sem fjórir ráðherrar áttu sæti í, og hún gekk úr skugga um að styrkirnir væru í samræmi við útgefnar reglur. Loks voru þær sendar til endanlegrar afgreiðslu í ríkisstjórn. Óframkvæmanleiki og ómöguleiki hafa líklega komið í veg fyrir að áfram væri hægt að vinna eftir þessu faglega ferli.“

Sigmundur Davíð hefur gagnrýndur fyrir að deila út styrkjum til ýmissa verkefna víða um land, aðallega í sinu eigin kjördæmi, án auglýsingar og óumbeðið. Alls nema styrkveitingar Sigmundar Davíðs 205 milljónir króna og hefur um helmingur þess farið í hans eigin kjördæmi.


Tengdar fréttir

Veitti styrk til óþekkts áhugamannafélags

Athygli hefur verið vakin á því að óþekkt áhugamannafélag á Norðfirði hafi fengið tvær milljónir í styrk frá Minjastofnun til endurbyggingar á steinsteyptri fjárrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×