Innlent

Lottóþulur mætti sem lottókúla

Syngjandi furðuverur voru á kreiki um land allt í tilefni Öskudagsins í dag. Fjöldi barna söng  fyrir sælgæti í verslunum enda ekki á hverjum degi sem sælgæti fæst í skiptum fyrir söng.

Það voru þó ekki bara börnin sem klæddu sig upp, en starfsfólk Kringlunnar lagði nokkurn metnað í sína búninga. Vignir Freyr Andersen, lottóþulur, var einn þeirra sem klæddi sig upp og mætti hann í vinnuna í lottókúlubúning.

„Ég er auðvitað bara klæddur í takt við tilefnið, maður verður að standa undir nafni,“ segir Vignir en hann tekur virkan þátt í öskudeginum ár hvert.

„Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Krökkunum finnst líka bara svo gaman að sjá að sjá okkur fullorðna fólkið taka þátt,“ bætir hann við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×