Innlent

Fótgangandi tekinn úr umferð á Selfossi

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglan á Selfossi tók  fótgangandi mann úr umferð upp úr miðnætti, grunaðan um fíkniefnaneyslu auk þess sem fíkniefni fundust í fórum hans.

Þetta staðfestir að armur laganna er óvenju langur á Selfossi, því þar var  maður tekinn úr umferð fyrir nokkrum áratugum, þar sem hann var ölvaður að aka hjólbrörum yfir Ölfusárbrú.

Lögreglan í Hafnarfirði tók svo ölvaðan ökumann úr umferð í nótt, eftir að hann hafði vakið rækilega athygli á sér, með því að aka yfir gatnamót á móti rauðu ljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×