Innlent

Loðnan þokast í suðurátt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vísir/Óskar Friðriksson
Vesturganga loðnunar,sem fannst fyrir nokkrum dögum, er farin að þoka sér suður með Vestfjörðunum áleiðis inn á Breiðafjörðinn til hrygningar.

Nú eru aðeins örfá skip á miðunum og bíða éss að birti og veiðar geti hafist, því öll hin skipin eru ýmist á landleið til löndunar, að landa, eða á útleið eftir löndun, því afbragðs góð veiði var bæði í gær og fyrradag.

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið á svæðið og byrjað mælingar, en sjómenn vonast til að bætt verði við kvótann vegna þessarar óvæntu göngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×