Innlent

88 hafa greinst með inflúensu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valgarður
Alls hafa 88 einstaklingar greinst með inflúensu A á síðustu vikum, samkvæmt frétt á vef Embættis landlæknis. Inflúensan var staðfest hjá 22 einstaklingum í síðustu viku, þar af 20 með inflúensu A(H1) og þrír með A(H3).

Á vef landlæknis segir að gera megi ráð fyrir því inflúensutilfellum fari nú fækkandi.

Samkvæmt vikulegu yfirliti frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins fyrir 9. viku ársins fjölgaði tilfellum í 15 löndum og fækkaði í fimm. Í öðrum löndum var staðan óbreytt.

Það er hægt að minnka líkur á því að fá inflúensu eða smita aðra með nokkrum einföldum forvarnaraðgerðum: Með bólusetningu gegn inflúensu, það er besta vörnin. Með því að þvo sér oft um hendurnar. Ekki hósta eða hnerra á annað fólk. Takmarka samskipti við annað fólk ef maður er veikur.

Hér má sjá dreifingu inflúensusmita eftir árum.Mynd/Embætti landlæknis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×