Innlent

Íslenskt fyrirtæki framleiðir megrunarefni fyrir gæludýr

Gissur Sigurðsson skrifar
Smábátahöfnin á Siglufirði.
Smábátahöfnin á Siglufirði. Vísir/Stefán
Fyrirtækið Primex á Siglufirði hefur þróað megrunarefni fyrir gæludýr sem kynnt verður í Bandaríkjunum í næstu viku. Talið er að um 50 prósent hunda og katta í heiminum glími við offitu.

Að sögn Sigríðar Vigfúsdóttur markaðsstjóra fyrirtækisins, er nokkuð síðan að lyfið, sem heitir LipoSan Ultra, kom á markaði í Evrópu. Bæði sem lausasölulyf fyrir fólk og sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum, en síðastliðin þrjú ár hefur verið unnið að þróun efnisins fyrir gæludýr í samvinnu við eitt stærsta fyrirtæki í Bandaríkjunum á sviði gæludýrafæðu.

Efnið er sett í aðra matvöru, sem dýrin neyta og verður áraangurinn formlega kynntur á stórri gæludýrasýningu vestra eftir helgi. Allt byggist þetta á náttúruefninu Kítósan, sem að mestu er unnið úr rækjuskel,sem áður var hent.

Að sögn Sigríðar er markaður fyrir gæludýravörur sífellt að stækka,og því spennandi að sjá hvaða viðtökur afurðin fær í Bandaríkjunum.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×