Innlent

Hrinti stúlku niður tröppur

Baldvin Þormóðsson skrifar
Atvikið átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Húsið á Ísafirði.
Atvikið átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Húsið á Ísafirði.
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í dag 23 ára stúlku fyrir að ýta við annarri stúlku á þann hátt að hún féll aftur fyrir sig niður sex tröppur og lenti með hnakka og bak í gangstétt fyrir neðan. Atvikið átti sér stað fyrir utan aðaldyr veitingastaðarins Hússins á Ísafirði.

Brotaþoli missti meðvitund í nokkrar mínútur, hlaut glóðarauga á vinstra auga, mar á aftanverðum hægri upphandlegg og í hægri holhönd, eymsli í mjóbaki og í neðstu lendhryggjarliðum og í vöðvafestum í hnakka, hlaut svima og kúlu aftan í hnakka.

Ákærða krafðist þess aðallega að hún yrði alfarið sýknuð af þeirri háttsemi sem henni var gefið að sök. Sýknukrafan var aðallega byggð á því að brotaþoli hafi sjálf hrasað og líklegast hafi hún fallið niður tröppurnar í kjölfar þess.

Ákærða var dæmd til þess að sæta fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærða almennt skilorði. Var ákærða einnig dæmd til greiðslu 2/3 hluta sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×