Innlent

Sköfuslóði stöðvaður af lögreglu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Eins og sjá má á myndinni huldi snjór nánast alla framrúðu bílsins.
Eins og sjá má á myndinni huldi snjór nánast alla framrúðu bílsins. mynd/facebook
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti í kvöld ljósmynd af bifreið sem stöðvuð hafði verið í umdæminu í morgun. Var hann stöðvaður þar sem hann hafði ekki skafið nægilega vel af rúðum bílsins.

„Þetta er algjörlega óásættanlegt og skapar mikla hættu fyrir ökumenn sjálfa og aðra vegfarendur,“ segir í skilaboðum lögreglu á Facebook-síðu lögreglustjóra.

Lögreglan biðlar þar til ökumanna að skafa vel af bílum sínum. Samkvæmt 59. grein umferðarlaga um að ræða brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja og liggur við slíku broti sekt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×