Metfjöldi sviptur sjálfræði á síðasta ári Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2014 10:13 Alls voru 47 einstaklingar sviptir sjálfræði á síðasta ári. visir/vilhelm Alls voru 26 karlar og 21 kona svipt sjálfræði í fyrra og er það nánast tvöfalt fleiri en á árinu 2012. 47 einstaklingar voru sviptir sjálfræði á síðasta ári og er það metfjöldi á síðustu fimm árum en þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Ár hvert er hátt á annað hundrað manns haldið nauðugum á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri en Fréttablaðið fjallaði um málið undir lok síðasta árs. Um er að ræða einstaklinga með geðsjúkdóma, sem taldir eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum. Það er ekki leyfilegt að nauðungarvista sjálfráða einstaklinga, nema að læknir meti sem svo að viðkomandi sé með alvarlegan geðsjúkdóm, eða í ástandi sem jafna má til alvarlegs geðsjúkdóms. Heimildin til að nauðungarvista fólk byggir á lögræðislögum sem síðast var breytt árið 1997. Þar er fjallað um sviptingu lögræðis, það er sjálfræðis og fjárræðis, auk nauðungarvistana. Lögin ná til fleiri hópa heldur en eingöngu geðsjúkra þar sem einnig má svipta fólk sjálfræði vegna ellisljóleika, vanþroska eða annars konar heilsubrests.Gripið til sjálfræðissviptingar eftir 21 dag Þegar nauðungarvistun er lokið að tuttugu og einum degi liðnum, en ljóst þykir að frekari meðferðar er þörf, er gripið til sjálfræðissviptingar. „Skilyrðin til sviptingar eru mjög rúm. Það þarf að vera ótvíræð nauðsyn og einstaklingur svo veikur að hann þarf að vera á sjúkrahúsi, en það getur falið í sér allt frá vanþroska til geðveiki," sagði Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir öryggis- og réttargeðþjónustu Landspítalans, í samtali við Fréttablaðið í desember á síðasta ári. Á öryggisdeild geðsviðs Landspítalans eru eingöngu sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði. „Þeir sem hafa verið margoft nauðungarvistaðir. Yfirleitt eru það allt ungir menn á aldrinum 20 til 40 ára í byrjandi geðrofi og með fíknivanda," sagði Sigurður Páll. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar, segir í samtali við Fréttatímann að aukningin komi ekki á óvart enda hafi félagið fengið óvenjumörg erindi inn á sitt borð er varðar sjálfræðissviptingu að undanförnu. „Við viljum að í lengstu lög sé reynt að komast hjá sjálfræðissviptingu og höfum unnið að því í gegnum árin. Raunar felst langtíma markmið okkar í því að útrúma algjörlega nauðung í geðheilbrigðisþjónustu. Auk heilsunnar er frelsið og sjálfræðið eitt það mikilvægasta sem fólk á. Það á ekki að svipta fólk frelsi nema það sé raunverulega hættulegt sjálfum sér eða öðrum," segir Anna Gunnhildur í samtali við Fréttatímann.Sjálfræðissviptingar2013 Samtals 47 Karlar 26 Konur 212012 Samtals 26 Karlar 7 Konur 122011 Samtals 34 Karlar 19 Konur 152010 Samtals 16 Karlar 9 Konur 72009 Samtals 29 Karlar 18 Konur 11Upplýsingar fengnar úr Fréttatímanum sem kom út í dag. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Alls voru 26 karlar og 21 kona svipt sjálfræði í fyrra og er það nánast tvöfalt fleiri en á árinu 2012. 47 einstaklingar voru sviptir sjálfræði á síðasta ári og er það metfjöldi á síðustu fimm árum en þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Ár hvert er hátt á annað hundrað manns haldið nauðugum á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri en Fréttablaðið fjallaði um málið undir lok síðasta árs. Um er að ræða einstaklinga með geðsjúkdóma, sem taldir eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum. Það er ekki leyfilegt að nauðungarvista sjálfráða einstaklinga, nema að læknir meti sem svo að viðkomandi sé með alvarlegan geðsjúkdóm, eða í ástandi sem jafna má til alvarlegs geðsjúkdóms. Heimildin til að nauðungarvista fólk byggir á lögræðislögum sem síðast var breytt árið 1997. Þar er fjallað um sviptingu lögræðis, það er sjálfræðis og fjárræðis, auk nauðungarvistana. Lögin ná til fleiri hópa heldur en eingöngu geðsjúkra þar sem einnig má svipta fólk sjálfræði vegna ellisljóleika, vanþroska eða annars konar heilsubrests.Gripið til sjálfræðissviptingar eftir 21 dag Þegar nauðungarvistun er lokið að tuttugu og einum degi liðnum, en ljóst þykir að frekari meðferðar er þörf, er gripið til sjálfræðissviptingar. „Skilyrðin til sviptingar eru mjög rúm. Það þarf að vera ótvíræð nauðsyn og einstaklingur svo veikur að hann þarf að vera á sjúkrahúsi, en það getur falið í sér allt frá vanþroska til geðveiki," sagði Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir öryggis- og réttargeðþjónustu Landspítalans, í samtali við Fréttablaðið í desember á síðasta ári. Á öryggisdeild geðsviðs Landspítalans eru eingöngu sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði. „Þeir sem hafa verið margoft nauðungarvistaðir. Yfirleitt eru það allt ungir menn á aldrinum 20 til 40 ára í byrjandi geðrofi og með fíknivanda," sagði Sigurður Páll. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar, segir í samtali við Fréttatímann að aukningin komi ekki á óvart enda hafi félagið fengið óvenjumörg erindi inn á sitt borð er varðar sjálfræðissviptingu að undanförnu. „Við viljum að í lengstu lög sé reynt að komast hjá sjálfræðissviptingu og höfum unnið að því í gegnum árin. Raunar felst langtíma markmið okkar í því að útrúma algjörlega nauðung í geðheilbrigðisþjónustu. Auk heilsunnar er frelsið og sjálfræðið eitt það mikilvægasta sem fólk á. Það á ekki að svipta fólk frelsi nema það sé raunverulega hættulegt sjálfum sér eða öðrum," segir Anna Gunnhildur í samtali við Fréttatímann.Sjálfræðissviptingar2013 Samtals 47 Karlar 26 Konur 212012 Samtals 26 Karlar 7 Konur 122011 Samtals 34 Karlar 19 Konur 152010 Samtals 16 Karlar 9 Konur 72009 Samtals 29 Karlar 18 Konur 11Upplýsingar fengnar úr Fréttatímanum sem kom út í dag.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira