Innlent

„Hafa gefið út að þeir ætli sér að veiða um 100 þúsund tonn“

Gissur Sigurðsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson VISIR/PJETUR
Grænlendingar hyggja á miklar makrílveiðar í lögsögu sinni á milli Íslands og Grænlands í sumar og líta mjög til Íslands sem löndunarhafnar, þar sem hvergi er hægt að landa afurðunum á Austurströnd Grænlands.

Krafa þeirra um hundrað þúsund tonna makrílkvóta flækti nýafstaðnar makrílviðræður enn frekar, og sömuleiðis krafa Evrópusambandsins um að fá að ráðstafa helmingi þess kvóta. 

Áður en makríllinn varð svo útbreiddur í grænlenskri lögsögu og nú og áður en þeir gáfu einhliða út kvóta, eins og núna, var viss tregða að leyfa löndun á makríl úr grænlenskri lögsögu hérlendis, ekki síst svo við yrðum ekki vændir um að liðka fyrir stjórnlausum veiðum en viðhorfin eru að breytast að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar.

                                                                                                                                                                                  „Grænlendingar eru í sömu stöðu og við vorum í fyrir sex til sjö árum og við höfum fullan skilning á þeirri stöðu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í viðtali við Jón Júlíus Karlsson, fréttamann. 

„Málin eru bara í þeirra höndum. Þeir hafa gefið út að þeir ætli sér að veiða um 100 þúsund tonn sem auðvitað þarf að leggja við þá nýtingu sem að strandríkin voru að semja um. Í því ljósi eru 1,3 milljón tonn nokkuð mikið ef við bætum síðan við veiði Grænlendinga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×