Innlent

Íslensk náttúra í aðalhlutverki í nýrri stuttmynd

Snærós Sindradóttir skrifar
Myndbandið sýnir íslenska náttúru í sinni fallegustu mynd
Myndbandið sýnir íslenska náttúru í sinni fallegustu mynd VÍSIR/Skjáskot
Myndband dagsins á vefsíðunni Vimeo er stuttmynd um myndun og niðurbrot fjalla í náttúrunni. Myndin er einungis tekin upp á Íslandi og sýnir meðal annars íslenska náttúru í vetrarham. Allir ættu að kannast við einhverja staðhætti úr stuttmyndinni.

Stuttmyndin er byggð á verkum breska jarðfræðingsins L. Dudley Stamp.

Sjón er sögu ríkari. 

The Weight of Mountains from Studiocanoe on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×