Viðhorf Vigdísar endurspegla ekki hug þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2014 13:44 Fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er ekki sáttur við ummæli Vigdísar Hauksdóttur um starfsfólk Alþingis. Viðhorf hennar sé alls ekki lýsandi fyrir hug þingmanna til starfsmanna. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins og formanns fjárlaganefndar um starfsmenn Alþingis í Monitor Morgunblaðsins hafa ekki vakið lukku meðal margra þingmanna Framsóknarflokks og annarra flokka. En í viðtalinu sagði Vigdís m.a. að það hafi verið mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Þá hafi starfsfólk þingsins ekki ávarpað þingmenn og fylgt því mikil virðing að vera Alþingismaður. Vigdís segir að starfsmenn þingsins eigi að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú sé þetta orðið alltof frjálslegt fyrir hennar smekk.Birkir Jón Jónsson lét af þingmennsku í fyrra eftir tíu ára setu á þingi, en hann var varaformaður Framsóknarflokksins til 2013 og var einnig formaður fjárlaganefdar eins og Vigdís er nú.Finnst þér þessi ummæli Vigdísar endurspela hug þingmanna til starfsmanna Alþingis?„Alls ekki og í raun og veru þvert á móti finnst mér viðhorf þingmanna gagnvart starfsmönnum Alþingis vera á þann veg að þarna vinnur framúrskarandi fólk sem leggur sig allt fram um að aðstoða þingmenn í sínum störfum,“ segir Birkir Jón. Af þessum sökum fann Birkir Jón sig knúinn til að tjá sig um þessi mál á Facebooksíðu sinni. Vigdís segir að eftir að fjölmiðlar hafi byrjað að sparka meira í þingmenn þá finnist henni viðhorf starfsmannanna líka hafa breyst. „Ég varð var við það að harkan í samfélaginu jókst í kjölfar hrunsins og þar af leiðandi aðgangsharka fjölmiðla í sumum tilfellum. Ég get tekið undir það. En að viðmót starfsfólks Alþingis hafi eitthvað breyst, það gat ég ekki merkt,“ segir Birkir Jón. Þvert á móti hafi fólk staðið saman á þeim erfiðu tímum sem voru á Alþingi eins og alls staðar í samfélaginu á undanförnum árum.Og virðing þeirra fyrir þingmönnum ekkert breyst?„Alls ekki, alls ekki,“ áréttar Birkir Jón.Og ekkert að því að starfsmenn ávarpi þingmenn?„Þvert á móti. Ég myndi nú halda að viðkomandi væri þá eitthvað sár og reiður við mann ef maður fengi ekki slíkt ávarp að fyrra bragði,“ sagði Birkir Jón Jónsson fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins. Post by Birkir Jón Jónsson. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er ekki sáttur við ummæli Vigdísar Hauksdóttur um starfsfólk Alþingis. Viðhorf hennar sé alls ekki lýsandi fyrir hug þingmanna til starfsmanna. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins og formanns fjárlaganefndar um starfsmenn Alþingis í Monitor Morgunblaðsins hafa ekki vakið lukku meðal margra þingmanna Framsóknarflokks og annarra flokka. En í viðtalinu sagði Vigdís m.a. að það hafi verið mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Þá hafi starfsfólk þingsins ekki ávarpað þingmenn og fylgt því mikil virðing að vera Alþingismaður. Vigdís segir að starfsmenn þingsins eigi að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú sé þetta orðið alltof frjálslegt fyrir hennar smekk.Birkir Jón Jónsson lét af þingmennsku í fyrra eftir tíu ára setu á þingi, en hann var varaformaður Framsóknarflokksins til 2013 og var einnig formaður fjárlaganefdar eins og Vigdís er nú.Finnst þér þessi ummæli Vigdísar endurspela hug þingmanna til starfsmanna Alþingis?„Alls ekki og í raun og veru þvert á móti finnst mér viðhorf þingmanna gagnvart starfsmönnum Alþingis vera á þann veg að þarna vinnur framúrskarandi fólk sem leggur sig allt fram um að aðstoða þingmenn í sínum störfum,“ segir Birkir Jón. Af þessum sökum fann Birkir Jón sig knúinn til að tjá sig um þessi mál á Facebooksíðu sinni. Vigdís segir að eftir að fjölmiðlar hafi byrjað að sparka meira í þingmenn þá finnist henni viðhorf starfsmannanna líka hafa breyst. „Ég varð var við það að harkan í samfélaginu jókst í kjölfar hrunsins og þar af leiðandi aðgangsharka fjölmiðla í sumum tilfellum. Ég get tekið undir það. En að viðmót starfsfólks Alþingis hafi eitthvað breyst, það gat ég ekki merkt,“ segir Birkir Jón. Þvert á móti hafi fólk staðið saman á þeim erfiðu tímum sem voru á Alþingi eins og alls staðar í samfélaginu á undanförnum árum.Og virðing þeirra fyrir þingmönnum ekkert breyst?„Alls ekki, alls ekki,“ áréttar Birkir Jón.Og ekkert að því að starfsmenn ávarpi þingmenn?„Þvert á móti. Ég myndi nú halda að viðkomandi væri þá eitthvað sár og reiður við mann ef maður fengi ekki slíkt ávarp að fyrra bragði,“ sagði Birkir Jón Jónsson fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins. Post by Birkir Jón Jónsson.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira