Innlent

Stúlka numin á brott við Álftanesskóla

Stúlkan var numin á brott í morgun, við Álftanesskóla.
Stúlkan var numin á brott í morgun, við Álftanesskóla.
Stúlka á grunnskólaaldri var numin á brott af erlendum föður sínum fyrir framan Álftanesskóla í morgun, samkvæmt heimildum Vísis.

Ættingi stúlkunnar sem Vísir ræddi við vildi ekki tjá sig um málið, en sagði það inni á borði lögreglu.

Samkvæmt heimildum Vísis beið faðir stúlkunnar eftir henni fyrir utan skólann í morgun og tók hana með sér. Samkvæmt sömu heimildum er móðir stúlkunnar með vegabréf hennar, þannig að faðirinn ætti ekki að komast með stúlkuna úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×