„Það vekur ugg að rússnesk stjórnvöld skuli hegða sér með þessum hætti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2014 15:10 Málefni Úkraínu, öryggis- og varnarmál, orkumál og samgöngumál voru aðalumfjöllunarefni fundarins. mynd/aðsend Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók í gær og í dag þátt í utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visagrad-ríkjanna, Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands. Málefni Úkraínu, öryggis- og varnarmál, orkumál og samgöngumál voru aðalumfjöllunarefni fundarins. Gunnar Bragi segir áríðandi að diplómatískar leiðir finnist til að miðla málum í Úkraínu og fagnar því að samtöl hafi átt sér stað milli evrópskra, bandarískra og rússneskra ráðamanna síðustu daga. „Það vekur ugg að rússnesk stjórnvöld skuli hegða sér með þessum hætti. Friður og öryggi í stórum hluta Evrópu er í húfi. Það hefur komið skýrt fram á þessum fundi að vinir okkar í Eystrasaltsríkjunum og Mið-Evrópu telja þróunina mjög hættulega og þeir óttast um öryggi sinna ríkja. Þetta eru okkar bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins og við tökum áhyggjur þeirra mjög alvarlega. Ég vona svo sannarlega að hægt verði að ná sáttum þar sem hagsmunir allra íbúa Úkraínu séu virtir og alþjóðalögum framfylgt," segir Gunnar Bragi. Ráðherrarnir fjölluðu um þær aðgerðir til stuðnings úkraínskum stjórnvöldum sem Evrópusambandið ákvað í gær að grípa til. „Ég hef talið afar brýnt að alþjóðasamfélagið bregðist við framferði Rússa og því styð ég þau skref sem Evrópusambandið hefur tekið. Aðgerðirnar varða meðal annars slit á viðræðum um tilslakanir á vegabréfaáritunum og um gerð nýs samstarfssamnings ESB og Rússlands," segir Gunnar Bragi. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir yfirlýsingu þar sem fjallað er um hina erfiðu stöðu í Úkraínu. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að ráðherrarnir fordæmi brot Rússlands á friðhelgi landamæra Úkraínu og hvetji rússnesk stjórnvöld til að draga herlið sitt til baka til bækistöðva sinna. Ráðherrarnir fordæma aðgerðir sem hafa aukið á vandann í Úkraínu og segja að ákvörðun um sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu á Krímskaga um aðild að Rússlandi brjóti í bága við stjórnarskrá Úkraínu og sé því óásættanleg. Ráðherrarnir lýsa vilja til að styðja úkraínsk stjórnvöld og hvetja til umbóta á grundvelli jafnræðis, lýðræðisþróunar og virðingar fyrir mannréttindum, réttarríkinu og réttindum minnihlutahópa. Þá fagna ráðherrarnir í yfirlýsingu sinni eftirlitssveit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslenskur fulltrúi tekur þátt í störfum þeirrar sveitar. Í umræðu um öryggis- og varnarmál undirstrikaði Gunnar Bragi mikilvægi Atlantshafsbandalagsins enda sé náið samstarf ríkjanna við Norður-Atlantshaf grundvöllur öryggis í okkar heimshluta. Hann hvatti til þess að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og ESB ríkin leiti sveigjanlegra leiða til að efla samstarf sitt á þessu sviði. Vísaði hann til nýlegrar þátttöku Svía og Finna í loftrýmiseftirliti á Íslandi í því sambandi. Þá sagði hann að stækkunarferli Atlantshafsbandalagsins hafi hingað til verið árangursríkt og sagði samstarf bandalagsins við ríki utan þess skila miklu fyrir gagnkvæma hagsmuni. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók í gær og í dag þátt í utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visagrad-ríkjanna, Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands. Málefni Úkraínu, öryggis- og varnarmál, orkumál og samgöngumál voru aðalumfjöllunarefni fundarins. Gunnar Bragi segir áríðandi að diplómatískar leiðir finnist til að miðla málum í Úkraínu og fagnar því að samtöl hafi átt sér stað milli evrópskra, bandarískra og rússneskra ráðamanna síðustu daga. „Það vekur ugg að rússnesk stjórnvöld skuli hegða sér með þessum hætti. Friður og öryggi í stórum hluta Evrópu er í húfi. Það hefur komið skýrt fram á þessum fundi að vinir okkar í Eystrasaltsríkjunum og Mið-Evrópu telja þróunina mjög hættulega og þeir óttast um öryggi sinna ríkja. Þetta eru okkar bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins og við tökum áhyggjur þeirra mjög alvarlega. Ég vona svo sannarlega að hægt verði að ná sáttum þar sem hagsmunir allra íbúa Úkraínu séu virtir og alþjóðalögum framfylgt," segir Gunnar Bragi. Ráðherrarnir fjölluðu um þær aðgerðir til stuðnings úkraínskum stjórnvöldum sem Evrópusambandið ákvað í gær að grípa til. „Ég hef talið afar brýnt að alþjóðasamfélagið bregðist við framferði Rússa og því styð ég þau skref sem Evrópusambandið hefur tekið. Aðgerðirnar varða meðal annars slit á viðræðum um tilslakanir á vegabréfaáritunum og um gerð nýs samstarfssamnings ESB og Rússlands," segir Gunnar Bragi. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir yfirlýsingu þar sem fjallað er um hina erfiðu stöðu í Úkraínu. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að ráðherrarnir fordæmi brot Rússlands á friðhelgi landamæra Úkraínu og hvetji rússnesk stjórnvöld til að draga herlið sitt til baka til bækistöðva sinna. Ráðherrarnir fordæma aðgerðir sem hafa aukið á vandann í Úkraínu og segja að ákvörðun um sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu á Krímskaga um aðild að Rússlandi brjóti í bága við stjórnarskrá Úkraínu og sé því óásættanleg. Ráðherrarnir lýsa vilja til að styðja úkraínsk stjórnvöld og hvetja til umbóta á grundvelli jafnræðis, lýðræðisþróunar og virðingar fyrir mannréttindum, réttarríkinu og réttindum minnihlutahópa. Þá fagna ráðherrarnir í yfirlýsingu sinni eftirlitssveit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslenskur fulltrúi tekur þátt í störfum þeirrar sveitar. Í umræðu um öryggis- og varnarmál undirstrikaði Gunnar Bragi mikilvægi Atlantshafsbandalagsins enda sé náið samstarf ríkjanna við Norður-Atlantshaf grundvöllur öryggis í okkar heimshluta. Hann hvatti til þess að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og ESB ríkin leiti sveigjanlegra leiða til að efla samstarf sitt á þessu sviði. Vísaði hann til nýlegrar þátttöku Svía og Finna í loftrýmiseftirliti á Íslandi í því sambandi. Þá sagði hann að stækkunarferli Atlantshafsbandalagsins hafi hingað til verið árangursríkt og sagði samstarf bandalagsins við ríki utan þess skila miklu fyrir gagnkvæma hagsmuni.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira