Innlent

Lögreglan fjarlægði rauðvín úr Nettó

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglan á Egilsstöðum hefur fjarlægt svokallað matarrauðvín úr hillum Nettó á Egilstöðum og kannar nú hvort áfengislög hafi verið brotin. Þetta kemur fram á vef Austurfréttar. Verslunarstjóri Nettó segir þó að vínið hafi áður verið fjarlægt úr íslenskum matvöruverslunum, en ekki hafi reynst innistæða fyrir að halda því þaðan.

Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn í Seyðisfjarðarumdæmi, segir lögregluna nú rannsaka hvort um brot á áfengislögum.

Vínið sem um ræðir inniheldur ellefu prósent vínanda og mun vera selt sem bökunarvara. Heiðar Róbert Birnusson, verslunarstjóri, segir að vörunni hafi verið kippt úr sölu um leið og lögreglan hafi gert athugasemd um vínið nú í morgun.

Nánar má lesa um málið á vefnum Austurfrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×