Innlent

Samþykkja sáttatillögu ríkissáttasemjara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sáttatillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða.
Sáttatillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Mynd/Páll Önundarson.
Atkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um sáttatillögu ríkissáttasemjara um kjarasamning þessara aðila við SA á almennum markaði sem undirrituð var þann 20. febrúar síðastliðinn.

Sáttatillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða um 80.5% atkvæða.  Þetta þýðir að kjarasamningur er kominn á milli aðila og er afturvirkur frá 1. febrúar.

Þetta þýðir að kjarasamningurinn á almennum markaði hefur tekið gildi hjá þessum stéttarfélögin því sáttatillagan var afturvirk til 1. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×