Innlent

"Þetta er kannski eitthvað spennandi"

Hrund Þórsdóttir skrifar
Hildur, Birta og Bríet eru í 9.bekk í Salaskóla en þær voru í Kórnum til að kynna sér námsframboð framhaldsskóla.
Hildur, Birta og Bríet eru í 9.bekk í Salaskóla en þær voru í Kórnum til að kynna sér námsframboð framhaldsskóla.
Um 7000 grunnskólanemar lögðu leið sína í Kórinn í Kópavogi í dag og í gær til að kynna sér úrval framhaldsnáms. Þetta er fyrsta stóra framhaldsskólakynningin á höfuðborgarsvæðinu en nær 30 menntastofnanir kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt.

Í Kórnum var mikið líf og nóg um að vera í dag. Framhaldsskólarnir kynntu námsframboð sitt fyrir grunnskólanemum og þá fór fram Íslandsmót í iðn- og verkgreinum, það stærsta til þessa. Íslandsmótinu er ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki og leyfa því að máta sig við hin ýmsu störf. Keppt er í 24 greinum. „Keppendur eru sem sagt framhaldsskólanemar, sem eru í námi eða búnir með nám og eru að sýna hver er bestur í sínu fagi,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Íslandsmóts iðn- og verkgreina.

Þór segir áhuga keppenda smitast til gesta á svæðinu. „Keppendur eru á svipuðum aldri og gestirnir, sem hugsa þá , ég gæti kannski gert þetta líka. Þetta er kannski eitthvað spennandi .“

Allir nemendur níunda og tíunda bekkjar á höfuðborgarsvæðinu sóttu sýninguna í dag eða í gær en allir eru velkomnir. „Við vonumst svo til þess að á laugardaginn komi þau sem eru í bænum vegna Samfés hér við áður en þau fara í Laugardalshöll. Hér er gríðarlegt líf og þetta hefur heppnast mjög vel.“

Í meðfylgjandi myndskeiði er spjallað við grunnskólanema  á kynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×