Innlent

Úthlutun verkefna hjá Akureyrarbæ misskipt

"Okkur hefur fundist úhlutun verkefna hjá Akureyrarbæ vera afar misskipt," segir Guðmundur Gunnarsson sem er einn þeirra verktaka sem óskuðu eftir fundi hjá bæjarstjóra og framkvæmdadeild bæjarins. Ósáttir verktakar segja spillingu einkenna framkvæmdir hjá bænum.

Nokkrir jarðvinnu og garðyrkjuverktakar á Akureyri áttu fund með bæjarstjóra og starfsmönnum framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar fyrir helgi, að því er kemur fram í Akureyri-vikublaði.

Verktakarnir hafa gagnrýnt harðlega hvernig staðið er að úthlutun verkefna hjá framkvæmdadeildinni, og segja það ekki standast skoðun að sama verktakafyrirtækinu sé árum saman útdeilt verkefnum á vegum bæjarins án útboðs.

Guðmundur Guðmundsson, hjá G.V. Gröfum er einn þeirra sem sátu fundinn.

„Við erum ósáttir við að þau verkefni sem Akureyrarbær setur í framkvæmd virðast alltaf rata á hendur einna eða tveggja aðila. Við höfum kvartað yfir þessu árum saman,“ segir Guðmundur.

Hann segir fyrirkomulagið lykta af spillingu.

„Okkur var annars vel tekið á fundinum og fengum svör frá bæjarstjóranum og einhver svör frá framkvæmdastjóra framkvæmdadeildar. Það voru einungis verkstjórarnir sem endin svör bárust frá,“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×