Innlent

Hóf atvinnumennskuna sex ára

Birta Björnsdóttir skrifar

"Ég byrjaði að spila á gítar fjögurra ára, en hóf ekki atvinnumennskuna fyrr en ég var orðinn sex ára," segir  ástralski gítarleikarinn, Tommy Emmanuel, sem heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld.

Hann er einstaklega fimur á gítarinn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Hann segir galdurinn vera einfaldlega að loka bara augunum og láta vaða.

Tommy til halds og trausts á tónleikunum verður kollegi hans Björn Thoroddsen, en þetta er í annað sinn sem þeir félagar halda tónleika saman.

Emmanuel segist alsæll að vera kominn aftur hingað til lands og finnst mest til þess koma að bragða íslenskan mat, hann sé í algjörum sérflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×