Innlent

Kajakræðari missti árina

Baldvin Þormóðsson skrifar
Það getur verið hættulegt fyrir kajakræðara að missa árina.
Það getur verið hættulegt fyrir kajakræðara að missa árina. vísir/gva
Björgunarsveitin Ársæll var kölluð út á fimmta tímanum í dag.

Um var að ræða kajakræðara sem misst hafði árina og var staddur 600 m suður af smábátahöfninni við Suðurströnd á Seltjarnarnesi og rak hratt frá landi.

Það var hinsvegar fiskibátur sem var fyrstur á staðinn og bjargaði manninum. Björgunarbáturinn Gróa P flutti síðan manninn í land. Hann sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×