Innlent

Davíð má ekki bera vopn

Birta Björnsdóttir skrifar
Dario Franchechini, menningarmálaráðherra Ítalíu, hefur farið fram á það að bandaríski vopnaframleiðandinn Arma Lite taki úr birtingu auglýsingar fyrir fyrirtækið, sem sýna styttuna víðfrægu af Davíð eftir Michelangelo, vopnaðan heljarinnar riffli.

Ráðherrann segir stjórnvöld á Ítalíu fari með vald yfir því hvernig viðlíka listagersemar eru notaðar í auglýsingaskyni, og honum hugnist ekki að þessi þekktasti íbúi Flórens sé notaður til að auglýsa vopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×