Innlent

Hörpuskelveiðar hefjast að nýju í Breiðafirði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/PJETUR/ANTON
Veiði á hörpuskel í Breiðafirði mun hefjast aftur þann 1. apríl næstkomandi en veiðibann hefur staðið yfir frá árinu 2003. Sýking olli hruni í stofninum þannig að veiðar lögðust af með mjög skjótum hætti.

Sýkingin er nú á undanhaldi og hefur ekki greinst í nokkur misseri. Í lok síðasta árs greindist vísitala veiðistofns heldur lág en greina mátti nokkuð góða nýliðun af eins árs skel.

„Þetta er tilraunaverkefni sem við erum að fara í ásamt Hafrannsóknarstofnun. Stofninn er nú loks farinn að sýna einhvern lit,“ segir Rakel Olsen, stjórnarformaður Ágústson ehf.

Um mikið áfall var að ræða fyrir þær byggðir sem höfðu byggt upp mikið atvinnulíf í kringum hörpudisksvinnslu, en um 70 prósent af veltu Ágústsson ehf. tengdust hörpuskelinni. Fyrir hrun stofnsins fór langstærstur hluti hörpudisksveiða fram á Breiðafirði, eða um 97 prósent aflans. Verðmætatap skipti hundruðum milljóna. Þegar

veiðin hrundi fengu bátarnir bætur í formi botnfisksheimilda en Rakel segir bæturnar hafa skerst töluvert á milli ára.

„Ég er vongóð um að veiði hefjist að nýju, en þetta mun fara hægt af stað. Þetta verður ekki eins og hér var áður og tekur það tíma fyrir stofninn að stækka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×