Sport

Svíar komnir í úrslitaleikinn í íshokkíinu | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svíar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í íshokkí karla eftir 2-1 sigur Finnum í fyrri undanúrslitaleiknum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Svíar mæta annaðhvort Bandaríkjunum eða Kanada í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn.

Þetta byrjaði þó vel fyrir Finna sem komust í 1-0 með marki Olli Jokinen í öðrum leikhluta en Finnur höfðu óvænt slegið út Rússa í átta liða úrslitum keppninnar.

Mörk frá Loui Eriksson og Erik Karlsson með tæplega fimm mínútna millibili snéru leiknum og hvorugu liðinu tókst síðan að skora í lokaleikhlutanum.

Svíar hafa unnið fyrstu fimm leiki sína á leikunum en þeir unnu 5-0 sigur á Slóvenum í átta liða úrslitunum eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum með markatölunni 10-5.

Það er hægt að sjá myndband með mörkunum úr leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×