Sport

18 ára Ólympíumeistari í svigi kvenna | Myndband

Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum undirstrikaði yfirburði sína í svigi kvenna með því að vinna gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. Hún er jafnframt yngsti sigurvegari sögunnar.

Shiffrin var með besta tímann eftir fyrri ferð og fór því síðust niður brekkuna í dag. Hún var nálægt því að detta í einu hliðinu en náði á einhvern ótrúlegan hátt að standa í fæturnar og halda uppi góðum hraða.

Samanlagður tími hennar var 1:44,54 mínútur en hvernig hún fór að því að detta ekki í seinni ferðinni og innbyrða gullið var hreint með ólíkindum.

Þessi 18 ára gamla stúlka kláraði með gullinu sögulega alslemmu en hún er ríkjandi heimsbikarmeistari í svigi, heimsmeistari frá því í Schladming í fyrra og nú Ólympíumeistari. Hún er því handhafi þriggja stærstu titlana.

Austurríkismenn fengu silfur og brons. Marlies Schild fékk sitt annað silfur á Vetrarólympíuleikum er hún kom í mark á 1:45,07 mínútum samanlagt og Kathrin Zettel fékk brons á tímanum 1:45,35 mínútur.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×