„Það er búið að vera ófært síðan í fyrrakvöld. Það er búinn að vera mjög mikill snjór," segir Ásgeir Jónsson, sjómaður, sem annast mokstur í göngunum.
„Ég er búinn að vera að síðan klukkan fimm í morgun og þetta er bara hálfnað. Þetta tekur svolítinn tíma og fólk er óþolinmótt. Það eru reglulega bílar að þvælast hérna þó að leiðin sé ófær samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar,“ segir Ásgeir. Hann segir að fært verði upp úr fjögur í dag.
